Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

almenn hegningarlög.

45. mál
[19:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Hönnu Katrínu Friðriksson fyrir að leggja þetta mál fram. Það er nú ekki aldeilis á vísan að róa að leggja fram þingmannamál. Þetta hefur hins vegar fengið breiðan stuðning, góða umfjöllun, verið vel undirbúið og þingflokkur Samfylkingarinnar styður þetta góða mál heils hugar.