Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

almenn hegningarlög.

45. mál
[19:06]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S):

Herra forseti. Ég styð heils hugar markmið þessa frumvarps og tel mikilvægt að vinna bug á fordómum og ofbeldi gegn hinsegin fólki og ég rakti það hér í minni ræðu í dag. En breytingar á hegningarlögum verða að vera vel ígrundaðar og byggja á víðtæku samráði. Á það skortir að mínu mati. Ég tek undir fyrirliggjandi athugasemdir réttarfarsnefndar. Nauðsynlegt er að taka tillit til þeirra áður en málið nær fram að ganga. Ég greiði því ekki atkvæði.