Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 123. fundur,  9. júní 2023.

uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð.

941. mál
[19:13]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Allt frá því að ég kom í samgönguráðuneytið hef ég reynt að finna leiðir til að við fjármögnuðum uppbyggingu flugvalla með sambærilegum hætti og allir kollegar okkar á Norðurlöndum. Það er loks að takast hér í dag í þessu máli. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg til að geta klárað þetta mál hratt og vel, framsögumanni, Ingibjörgu Isaksen, sem og allri nefndinni, umhverfis- og samgöngunefnd, en einnig þessum góðu viðtökum sem ég hef séð hérna í dag. Þetta verður allt annað. Við getum farið að byggja upp varaflugvellina í gegnum þetta gjald en einnig byggt upp alla aðra flugvelli í gegnum þjónustugjöldin sem við höfum haft til ráðstöfunar. Þessir peningar skila sér. Skattlagning í flugi er til staðar í öllum Evrópulöndum og þessi er hófleg.