154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[09:55]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er eiginlega þannig að þessi munur er þeim sem fá bætur frá almannatryggingum í hag vegna þess að segja má að þær fjárhæðahækkanir sem hv. þingmaður er að vísa til, þær horfa aftur í tímann og eru eins og uppgjör við fortíðina á meðan að hækkanir vegna almannatrygginga horfa fram í tímann og sjá fyrir verðbólgu næsta árs og hækka bæturnar fyrir fram um þá fjárhæð sem við væntum að verði hækkun á verðlagi á komandi ári. Þannig að það væri mikill skaði fyrir bótaþega almannatrygginga ef við færðum þetta til samræmis við aðrar hækkanir sem eru eftiráhækkanir.