154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[11:02]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er ekki að heyra af svörum hv. þingmanns að staða Íslands í samanburði við önnur lönd þegar kemur að sköttum er sú að hér eru skattar á fyrirtæki og fólk þegar mjög háir. Við getum vísað til OECD-landanna í því samhengi. Það er heldur ekki gefinn gaumur að því þegar verið er að tala um að stórhækka skatta til að auka í millifærslukerfið, þá er hlutfall ríkisins, hlutfall af landsframleiðslu, þegar verulega hátt. Samfylkingin boðar hér einfaldlega að bæta í og hugar ekki að því að með því er verið að draga þrótt úr fyrirtækjum, draga þrótt úr því að við aukum verðmæti. Það kemur auðvitað niður á getu fyrirtækja til að greiða laun í samræmi við þá verðmætasköpun sem er í landinu. Hv. þingmanni verður tíðrætt um það að fara ekki í heljarstökk. Ég sé ekki betur en það sem Samfylkingin er að boða (Forseti hringir.) sé eitt risastórt heljarstökk aftur á bak í gamaldags sósíalisma.