154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[13:47]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Við spurningunni: Hvað ætlar Vinstrihreyfingin – grænt framboð að gera ef verðbólgan verður eitthvað eftir einhvern tíma? vil ég segja, (EÁ: Við ætlum að ...)að við munum að sjálfsögðu hér eftir sem hingað til taka samtalið og standa vörð um það. (Gripið fram í.)(Gripið fram í: Eyjólfur.)Ég bið um að fá að hafa orðið, hv. þingmaður. (Forseti hringir.) Ég segi það bara að við munum taka samtalið og ég vísa aftur í ræðu mína hér þar sem ítarlega var farið yfir alla þá vinnu sem á sér stað í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu núna til þess að standa vörð um kjör þessara hópa sem hann vísar til. Að síðari spurningunni, sem ég man nú ekki nákvæmlega hver var (EÁ: Baráttan gegn verðbólgu.)— baráttan gegn verðbólgu. Ég ætla algerlega að hafna því að ríkisstjórnin sé að skila auðu og við sjáum það í fjárlagafrumvarpinu að hér eru ýmsar aðgerðir sem eiga að stuðla að þessu. Að sjálfsögðu er það Seðlabanki Íslands sem ákvarðar stýrivexti í þessu landi en margar aðgerðir, bæði fyrr og nú, af hálfu þessarar ríkisstjórnar eru einmitt til þess fallnar að takast á við verðbólguna.