154. löggjafarþing — 4. fundur,  15. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[10:46]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég fékk það í rauninni staðfest sem ég óttaðist, og hv. þingmaður staðfestir það hér, að honum hugnast ekki leið Vinstri grænna og hæstv. matvælaráðherra, að byggja hækkanir í sjávarútvegi af okkar sameiginlegu auðlind sem í dag er 33% af reiknistofni til ríkisins. Nú er verið að hækka það og það er gert í gríðarlega öflugri og faglegri vinnu. Hv. þingmaður staðfesti það, þau ætla ekki að gera það. Þau ætla að mæta með brjóstvitið af því að þau kunna þetta og geta þetta, þau þurfa ekki að taka samtalið og bara mæta og hækka veiðigjöld með einu pennastriki. Ef við erum í lýðræðisríki og ef við erum í fjölflokkakerfi og ef við erum ekki öll nákvæmlega sammála um leiðina eða niðurstöðuna, hugnast þá þingmanninum þessi aðferð, að þeir sem stýra landinu viti bara best, þurfi ekki að taka samtalið, (Forseti hringir.) þurfi ekki að fara í vinnuna sem grundvallast á því að við náum lýðræðislegri niðurstöðu?