154. löggjafarþing — 5. fundur,  18. sept. 2023.

greiðsluþátttaka sjúklinga og samningur um þjónustu sérgreinalækna.

[15:39]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Það er ágætt að við kjörnum þetta þá hér í lokin sem hv. þingmaður kom inn á. Það er rétt, það er mjög mikilvægt að þarfagreining liggi fyrir. Fari heildarkostnaður sjúkratryggðs einstaklings yfir þessa fjárhæð sem ég var hér í fyrra andsvari að fara yfir, þá greiða Sjúkratryggingar Íslands eða viðkomandi heilbrigðisstofnun. Um gjaldskrána hefur verið samið, það er kannski kjarni málsins hér, og hún undirrituð. Það varð þó ljóst að það var ekki hægt að fara í gegnum ítarlega endurskoðun á öllum gjaldliðum við samningaborðið og því er farvegurinn í slíkum málum eins og akkúrat hér um ræðir tryggður í gegnum samstarfsnefnd. Og, nei, hv. þingmaður, það á ekki að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að það liggi fyrir niðurstaða í þessu máli.