154. löggjafarþing — 8. fundur,  21. sept. 2023.

vaktstöð siglinga.

180. mál
[12:31]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra kærlega fyrir andsvarið og fyrir að vekja athygli á þessu og, eins og ég skil það, að taka svolítið undir með mér í því að við áttum okkur á því að við erum annars vegar í þessu ágæta frumvarpi, með þeirri ágætu reglu sem er verið að leggja til um tilkynningarskyldu á þessi skip, með sjónarmið og þætti er snúa að öryggi siglinga hringinn í kringum landið, en hins vegar tengist þetta og snertir aðra þætti eins og hæstv. heilbrigðisráðherra kom inn á, þá vinnu sem er verið að vinna í umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að hv. umhverfis- og samgöngunefnd — ég er reyndar ekki aðalmaður þar og vildi þess vegna nota þetta tækifæri til að koma þessu á framfæri — hafi þessi atriði í huga og að við meðferð þessa frumvarps verði gætt að þessum sjónarmiðum og jafnvel athugað hvar sú vinna stendur sem hæstv. heilbrigðisráðherra kom hérna inn á.