154. löggjafarþing — 8. fundur,  21. sept. 2023.

stimpilgjald.

104. mál
[16:19]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Mig langar til að þakka fyrsta flutningsmanni og hv. þm. Vilhjálmi Árnasyni kærlega fyrir framsöguna og fyrir framtakið. Ég auðvitað fagna frumvarpi eins og þessu sem leggur til minni skattheimtu. Við flutningsmenn teljum líka að gjaldheimtan sem um ræðir sé úrelt, enda hefur það verið til umræðu lengi að afleggja stimpilgjaldið og þegar verið stigin skref í þá átt með afslættinum. Þetta frumvarp felur í sér góð og mikilvæg skilaboð og ég legg til að það verði samþykkt.