154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

bann við hvalveiðum.

99. mál
[11:10]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég ætla að byrja á að fagna því að svo virðist sem hv. þingmenn meiri hlutans og aðrir líti þetta mál alvarlegum augum. Ég held að ég hafi ekki séð þetta frá því að ég byrjaði á þingi, akkúrat eins og hv. þm. Andrés Ingi Jónsson benti á, að farið sé gegn tillögum flutningsmanns málsins. Yfirleitt hefur þetta ekki verið neitt stórmál. Ég hlakka til að heyra rökin fyrir því að málið fari í atvinnuveganefnd. Ef það snýst bara um atvinnufrelsi þá held ég að við getum bara farið að vísa öllum málum sem við ræðum hér meira og minna til atvinnuveganefndar.