154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

bann við hvalveiðum.

99. mál
[11:18]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eitthvað er málflutningur hv. þm. Andrésar Inga Jónssonar að þynnast. En ég ætla að benda á, fyrst verið er að nefna hérna ýmsar tegundir sem ekki er heimilt að veiða, að það gilda lög um hvalveiðar. Þetta er lögleg atvinnustarfsemi sem byggist á vísindalegum grunni, á ráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun. Það er munurinn. Það er kjarni málsins. Frumvarpið snýr að því að banna þessa atvinnustarfsemi. Því er ofureðlilegt og sjálfsagt að málið gangi til atvinnuveganefndar.