154. löggjafarþing — 13. fundur,  11. okt. 2023.

kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla.

316. mál
[15:48]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem hér er nefnt að lögin voru yfirfarin 1993 en aftur á móti var Bálfararfélag Íslands stofnað árið 1944 og starfrækt samfellt í 30 ár, eða til ársins 1964 og hefur ekki verið starfandi síðan enda var megintilgangurinn með stofnun þess félags að koma á líkbrennslu á Íslandi. Síðan meginhlutverki félagsins var náð hefur það ekki verið starfandi. Þar af leiðandi má segja að það hafi einfaldlega yfirsést að fella þetta á brott er lagabreytingar voru gerðar 1993.