154. löggjafarþing — 14. fundur,  12. okt. 2023.

afsögn fjármála- og efnahagsráðherra.

[10:44]
Horfa

Ingibjörg Isaksen (F):

Virðulegi forseti. Mér fannst ég knúin til að koma hingað upp því að mér finnst þessi umræða sem hér á sér stað bara ótrúleg, satt best að segja. Hér er einstaklingur sem er enn að sinna starfi sínu. Jú, hann hefur sagt starfi sínu lausu opinberlega en það hefur ekki átt sér stað það ferli samt sem áður. Þannig að enn sem komið er er hann hér fjármálaráðherra og mér finnst ósköp eðlilegt að hann sitji hér og standi fyrir svörum. Mér finnst það bara styrkleikamerki að hann mæti hér í dag til að standa fyrir svörum. Ég velti fyrir mér hvort umræðan hér inni sé með þessum hætti vegna þess að stjórnarandstaðan er hreinlega bara svekkt þegar hún sér hvað ríkisstjórnin stendur styrkum fótum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)