154. löggjafarþing — 14. fundur,  12. okt. 2023.

afsögn fjármála- og efnahagsráðherra.

[10:48]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Auðvitað er skiljanlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins komi hér upp og láti sem ekkert sé. Staðreyndin er samt sú að eftir afsögn hæstv. fjármálaráðherra þá liggur hér fyrir eitt munaðarlaust fjárlagafrumvarp. Stærsta mál Alþingis á hverjum vetri er munaðarlaust vegna þess að — (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) það er munaðarlaust hér á Alþingi vegna þess að þið getið ekki svarað því (Gripið fram í.) hver er fjármálaráðherra þjóðarinnar. (Gripið fram í.) Salan á Íslandsbanka — (Forseti hringir.) (Forseti (BÁ): Þingmaðurinn hefur orðið.) Salan á Íslandsbanka er í fullkominni óvissu, það myndast tugmilljarða gat í ríkisfjármálin og fjárlagafrumvarpið vegna stjórnfestu svokallaðrar og forystu Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki. Þetta eru afleiðingarnar. Síðan er það auðvitað bara einhver einstaklega kreatíf lagatúlkun þegar þingmenn koma hér upp og láta eins og það hafi verið stórkostlega óvænt tíðindi að umboðsmaður Alþingis hafi komist að því að hér væri um lögbrot að ræða við söluna á Íslandsbanka. (Gripið fram í.) Þetta hefur verið kjarni gagnrýninnar allan tímann, fullkomlega fyrirséð niðurstaða, (Gripið fram í.)(Forseti hringir.) leyfðu mér að tala, hv. þingmaður, fullkomlega fyrirséð niðurstaða og það er aðeins í hugarheimi Sjálfstæðismanna þar sem þessi niðurstaða gat raunverulega komið á óvart. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)