154. löggjafarþing — 14. fundur,  12. okt. 2023.

staða hjúkrunarheimila í landinu.

[11:08]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég ítreka þakkir til hv. þingmanns um þetta brýna málefni. Já, já, ég treysti mér alveg til að gera slíka samninga og ég get bara staðfest það hér að með samvinnu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og stofnanir þá hefur okkur tekist að brúa þetta bil sem hefur orðið af því að það skortir hér uppbyggingu. En þó ætla ég að taka það fram hér, af því að hv. þingmaður talar um að það sé ekkert í gangi, að á höfuðborgarsvæðinu eru 250 rými á framkvæmdaáætlun til ársins 2026. Boðaþing í Kópavogi 64 rými, Hamrar í Mosfellsbæ 44 rými, Mosavegur hefur því miður dregist — og já, ég tek undir með hv. þingmanni og ég hef farið þá leið með hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra að reyna að leita eftir samningi við aðila sem geta þá komið aðeins hraðar með lausn varðandi hjúkrunarrými.