154. löggjafarþing — 14. fundur,  12. okt. 2023.

tíðni og orsakir sjálfsvíga á Íslandi.

[11:15]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil ítreka þakkir mínar til hv. þm. Guðmundar Inga Kristinssonar fyrir að taka þetta málefni fyrir hér. Mér fannst það takast mjög vel, þ.e. með aðkomu allra aðila. Þetta er þannig verkefni. Það er samfélagslegt verkefni, þ.e. í september, að vekja athygli á þessum málum. Okkar samfélag er auðvitað byggt upp þannig að við erum með mjög sterk félagasamtök, sjálfboðaliðastarf sem er ekki sjálfgefið en er grunnur að svo mörgu. Það er mjög mikilvægt á þessu sviði að við rannsökum orsakir þessa og tökumst á við þær, eins og ég fór yfir í fyrra andsvari, á mjög víðtæku sviði. Ég get bætt við þá umræðu kvíða og þunglyndi (Forseti hringir.) og að fólk geti gripið strax til viðbragða og að við getum stutt þegar við. Þetta er auðvitað risastór umræða. Ég vil bara fyrst og fremst (Forseti hringir.) þakka hv. þingmanni og styð þessa rannsóknamiðstöð að sjálfsögðu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við komum henni á fót.