154. löggjafarþing — 14. fundur,  12. okt. 2023.

aðgerðir gegn ópíóíðafíkn.

[11:23]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil ítreka þakkir til hv. þm. Indriða Inga Stefánssonar fyrir að taka þetta mál upp og þennan flöt á málinu af því að við verðum einhvern veginn að mæta fólki á þeim stað sem það er hverju sinni. Þá erum við líklegri til að ná árangri með þeim einstaklingum þar sem þeir eru staddir. Ég hef rekist á í þessum málum, af því að ég skal bara viðurkenna það hér að þetta er auðvitað eilítið nýtt fyrir mér allt saman og maður þarf að læra hratt, þetta er flókinn heimur, að opin, fordómalaus nálgun gagnvart fólki á ólíkum stað á ólíkum aldri í ólíkum mynstri er algjört lykilatriði. Það eru göt í þessu hjá okkur, kerfið er ekki fullkomið. Og það að geta mætt einmitt fólki þegar það er tilbúið (Forseti hringir.) og á þeirra forsendum er einhvern veginn algjört lykilatriði og það er kannski það sem við þurfum að ná fram í þessu kerfi okkar.