154. löggjafarþing — 15. fundur,  16. okt. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 217, um ákvörðun og framkvæmd þvingaðrar lyfjagjafar við brottvísanir, frá Andrési Inga Jónssyni á þskj. 195, um rannsókn kynferðisbrotamála, á þskj. 203, um símahlustanir, og á þskj. 214, um málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála, allar frá Gísla Rafni Ólafssyni.

Einnig hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 276 og 273, um ferðakostnað, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Þá hefur borist bréf frá innviðaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 211, um búsetu í iðnaðarhúsnæði, frá Gísla Rafni Ólafssyni.

Einnig hefur borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 221, um aldursviðbót, frá Guðmundi Inga Kristinssyni.

Að lokum hefur borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 204, um eldislaxa sem sleppa, frá Gísla Rafni Ólafssyni.