154. löggjafarþing — 15. fundur,  16. okt. 2023.

tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

314. mál
[16:50]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það segir sig auðvitað sjálft eðlilega að þörfin eftir þessu húsnæði fer auðvitað eftir þeim fjölda sem hingað sækir og þetta voru spár. Mér er ekki kunnugt um annað húsnæði en ég nefndi hérna, sem sagt fæðingarheimilið við Eiríksgötu, þó að sjálfsagt séu þeir aðilar, þ.e. Vinnumálastofnun og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem fara með þessi málefni, búnir að liggja aðeins yfir því og áttað sig á því að þessi fyrstu fjögur úrræði með allt að 250 manns fyrir 1.000 íbúa væri kannski hægt að skapa innan einhverra ríkiseigna. Mér er ekki kunnugt um annað en það sem ég nefndi hérna í álitinu og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hver þörfin verður. Það fer auðvitað eftir því hversu margir banka á dyrnar og það byggði á spá Vinnumálastofnunar og ráðuneytis félags- og vinnumarkaðsmála frá því fyrr í sumar eða fyrr í vor.