154. löggjafarþing — 15. fundur,  16. okt. 2023.

tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

314. mál
[17:01]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þingmanni varðandi þá staðreynd að það sé ekki sjálfvirkt þannig að þeir sem koma frá Venesúela og fá þessa viðbótarvernd — hún var gerð á aðeins öðrum forsendum hjá kærunefndinni en hefðbundið er, þessi viðbótarvernd. Þegar þeirri niðurstöðu hefur verið breytt þá mun það án efa hafa áhrif. Hvenær nákvæmlega það fer að hafa áhrif og hvernig þau áhrif verða inn í þennan hluta, þ.e. þörfina á búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar, er aðeins erfiðara að meta. Þess vegna eru nýjustu tölurnar sem við vorum með ekki síðan í vor, heldur að það séu um 100 á viku, þ.e. 1.500 til áramóta. Hvort sem það breytist síðan eftir það eða að Vinnumálastofnun geti á þessum tímapunkti endurmetið þessa þróun — ég vil bara hvetja nefndina til að kalla eftir upplýsingum frá Vinnumálastofnun og viðkomandi ráðuneyti. Ég hef þær ekki.