154. löggjafarþing — 16. fundur,  17. okt. 2023.

almenn hegningarlög.

229. mál
[15:14]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti, hv. þingheimur og kæru landsmenn. Ég vil bara undirstrika það sem ég var að segja áðan að ég hef orðið var við það að menn lenda stundum í einhverjum vandræðum, einhverjum slagsmálum eða einhverju sem var algerlega ófyrirsjáanlegt, óvart. Ég hitti mann um daginn sem var með sex mánaða dóm fyrir að keyra fullur nokkrum sinnum og hann var að búast við þremur árum í viðbót. Þessi maður þarf miklu meira á leiðbeiningum og aðstoð að halda heldur en að sitja í fangelsi árum saman fyrir það að keyra fullur þó að það sé ekki hægt að mæla því bót. Samt sem áður, það þarf að hjálpa mönnum til að komast á rétta braut