154. löggjafarþing — 17. fundur,  18. okt. 2023.

hlutur fyrirtækja í hagnaðardrifinni verðbólgu.

347. mál
[15:44]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er almennt seinþreyttur til vandræða og hef nú samþykkt ýmsar skýrslubeiðnir um alls konar. En hér staldra ég við og tel að þessi skýrslubeiðni sé algerlega ómarktæk og eigi ekki rétt á sér. Ef þarf að velta fyrir sér hver er ástæða verðbólgu þá er það alveg ljóst að samband verðlags og launa er ótvírætt. Við getum alveg farið yfir það. Þetta liggur fyrir. Við getum rifjað það upp á níunda áratugnum þegar laun hækkuðu um 1.300%. Þá hækkaði verðlag um 1.500%, kaupmáttur rýrnaði, verðbólgan árið 1983 fór í 86% á ári en þá voru verðhækkanir á þriggja mánaða fresti, launahækkanir á þriggja mánaða fresti um 15%. Þessi skýrslubeiðni á ekki rétt á sér og ég get ekki samþykkt hana.