154. löggjafarþing — 19. fundur,  24. okt. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:34]
Horfa

Forseti (Ásmundur Friðriksson):

Forseta hefur borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 290, um aldurstengda örorkuuppbót, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, og á þskj. 298, um þróun bóta almannatrygginga, frá Vilhjálmi Árnasyni.

Þá hefur borist bréf frá forsætisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 269, um ferðakostnað, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Einnig hafa borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 294, um málsmeðferðartíma umsókna um alþjóðlega vernd, frá Oddnýju G. Harðardóttur, á þskj. 299, um brot gegn áfengislögum, frá Eyjólfi Ármannssyni, og að lokum eftirfarandi fyrirspurnum frá Arndísi Önnu Kristínardóttir Gunnarsdóttur; á þskj. 250, um dvalarleyfisskírteini, á þskj. 251, um kostnað við flutning umsækjenda um alþjóðlega vernd úr landi, á þskj. 300, um skilamat á þjónustu talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, og á þskj. 301, um skipun og störf talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.