154. löggjafarþing — 22. fundur,  6. nóv. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:13]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 217, um ákvörðun og framkvæmd þvingaðrar lyfjagjafar við brottvísanir, frá Andrési Inga Jónssyni, og á þskj. 253, um kaup á vopnum og varnarbúnaði í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.

Einnig hafa borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 316, um fjórða orkupakkann, frá Lenyu Rún Taha Karim, á þskj. 323, um virkjunarkosti, frá Ingibjörgu Isaksen, og eftirfarandi fyrirspurnum frá Indriða Inga Stefánssyni: á þskj. 328, um skaðleg innihaldsefni í papparörum, þskj. 331, um raforku og rafmyntagröft, og á þskj. 351, um akstur um friðlönd.

Þá hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 345, um mönnunarvanda í leikskólum, frá Bryndísi Haraldsdóttur.

Einnig hefur borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 322, um atvinnuþátttöku eldra fólks, frá Ingibjörgu Isaksen, og á þskj. 324, um búsetuúrræði fatlaðs fólks, frá Bryndísi Haraldsdóttur.

Að lokum hefur borist bréf frá menningar- og viðskiptaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 275, um ferðakostnað, frá Birni Leví Gunnarssyni.