154. löggjafarþing — 23. fundur,  6. nóv. 2023.

þróunarsamvinna og réttindabarátta hinsegin fólks.

361. mál
[16:25]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar að byrja á því að þakka málshefjanda fyrir að taka hér umræðu um þetta mikilvæga mál. Mig langar líka að þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir svör hans. Mig langar að leggja fram tvær spurningar sem ég veit ekki hvort hæstv. ráðherra nær að svara. Fyrri spurningin er hvort ráðherra hyggist eyrnamerkja fjármagn sérstaklega til hinsegin samtaka í Úganda eða Austur-Afríku til að taka á þessu bakslagi. Seinni spurningin er hvort ráðherra hyggist ræða innan ríkisstjórnarinnar um leiðir til að taka á móti hinsegin flóttafólki frá Úganda, en við megum búast við því að fleira og fleira fólk muni flýja land. Við tókum á móti hinsegin fólki frá Afríku fyrir nokkrum árum síðan með mjög góðum árangri. Væri ekki góður tími til að gera slíkt hið sama núna?