154. löggjafarþing — 24. fundur,  7. nóv. 2023.

vopnalög.

349. mál
[15:16]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Þá að hinu atriðinu sem ég vildi fá að nefna hér. Það virðast koma fram áhyggjur af því hér og hvar í umsögnum að það sé verið að ganga lengra en Evrópuregluverkið, sem hér er innleitt og er hluti þessa regluverks, og Evrópureglurnar leggi mönnum til. Hvar er það þá helst og hvers vegna er það staðan? Ef svo er ekki þá væri ágætt að það kæmi fram og þessar athugasemdir í umsögnum þá leiðréttar.