154. löggjafarþing — 26. fundur,  9. nóv. 2023.

afstaða Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs.

469. mál
[11:33]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um það sem hér er til umræðu. Það eru tíðindi þegar næst samstaða með þessum hætti og ég hefði kosið að við bærum gæfu til þess oftar að sammælast um jafn viðkvæmt og erfitt mál og hér er á ferð. Við sammæltumst um þetta í gær. Það var gleðidagur. Ég ætla ekki að nota þennan tíma hér til þess að hafa einhver sérstök tilbrigði eða afbrigði frá eigin brjósti, ég ætla bara að lýsa ánægju minni fyrir hönd Flokks fólksins með það að við skulum hafa tekið þetta skref. (IngS: Heyr, heyr.)