154. löggjafarþing — 27. fundur,  9. nóv. 2023.

afstaða Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs.

469. mál
[13:06]
Horfa

utanríkisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tel að utanríkismálanefnd hafi unnið mjög góða vinnu í þessari viku við að stilla saman strengi og tryggja að í stað þess að við værum hér fyrir þinginu með margar ólíkar hugmyndir um ályktanir þá sameinumst við um orðalag sem endurspeglar vel í mínum huga þau gildi sem við höfum verið að berjast fyrir vegna þessarar erfiðu stöðu sem upp er komin einu sinni enn. Við vitum að átökin standa enn yfir og við munum áfram beita okkur fyrir því að alþjóðleg mannúðarlög verði virt, að aðstoð verði komið til þeirra sem eru í brýnni neyð og að horft verði til lengri tíma til lausnar sem Palestínumenn og Ísraelsbúar geta báðir við unað og stuðlað að friði (Forseti hringir.) fyrir þá sem búa á þessu svæði.

Ég vil þakka nefndinni sérstaklega fyrir vel unnin störf.