154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[18:05]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Fyrst varðandi fyrra atriðið þá er það alveg rétt að þetta hefur þessi áhrif sem þó eru ekki stórar fjárhæðir svona í stóru myndinni en allt telur það. Varðandi seinna atriðið þá er sú vinna einfaldlega í gangi af hálfu ferðamálaráðherra í þessum hópum og ég er ekki í stöðu til að segja neitt um það hvað ég telji að þar komi fram.

Það hafa verið gerðar ýmsar tilraunir eða komið upp hugmyndir um hvernig þetta verði best gert. Þær breytingar sem við höfum séð, bæði í formi þjónustugjalda og síðan ákveðinna sérleyfisgjalda innan þjóðgarða og annað slíkt, tel ég vera af hinu góða, bæði sem stýringartæki og til að tryggja jákvæða upplifun fólks og passa upp á náttúruna þannig að hver áfangastaður fyrir sig sé líka fjárhagslega sjálfbær og geti sjálfur svolítið tekið ákvarðanir, eins og til að mynda varðandi þjóðgarða. Það blasir við að það verður farið í frekari vinnu en (Forseti hringir.) ég er á þessum tímapunkti ekki í aðstöðu til að lista það upp (Forseti hringir.) og það verður að koma í ljós þegar nær dregur.