154. löggjafarþing — 33. fundur,  20. nóv. 2023.

sérstök móttaka fyrir konur innan heilsugæslunnar.

[15:44]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin og vil nýta tækifærið og brýna hann áfram til góðra verka í þágu kvenna sem sitja almennt skör neðar innan heilbrigðiskerfisins. Nú eru rannsóknir sem sýna fram á það að konur fá alla jafna styttri tíma inni hjá lækni, fá oft lakari þjónustu. Það er þess vegna sem ég er að ávarpa þetta hér, að það er samfélagsins alls að taka ábyrgð á kvennamisrétti hvar sem það birtist okkur, hvort heldur það er í launum, hvað varðar ofbeldi og áreiti en ekki síst hvað varðar almenna þjónustu til borgaranna. Þá þurfum við að standa fast á því að þar séum við ekki að veita ólík gæði þjónustu eftir kynjum.