154. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2023.

kvikmyndalög.

486. mál
[16:46]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (andsvar):

Forseti. Ég ætlaði bara að benda á það sem stendur í 5. gr.

„Kvikmyndasafni Íslands er heimilt að taka gjald fyrir eftirtalið: Útlán á kvikmyndum, kvikmyndasýningar, afritun, skönnun og stafvæðingu hliðræns efnis og sérfræðilega heimildaþjónustu og launa- og efniskostnað vegna þessara þátta. Jafnframt er safninu heimilt að taka gjald fyrir sýningu, annan flutning og rétt til eintakagerðar í samræmi við ákvæði höfundalaga, nr. 73/1972. Kvikmyndasafnið skal setja sér gjaldskrá vegna þessarar þjónustu sem ráðherra staðfestir.“

Þetta held ég að hljóti að svara að einhverju leyti spurningunum um hvernig eigi að fjármagna kvikmyndakynningu og aukið læsi.