154. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2023.

sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

510. mál
[15:38]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég má til með að svara hv. þm. Birgi Þórarinssyni. Fyrst við höfum staðið okkur frábærlega getur varla staðið á ríkisstjórninni að skila því til okkar nákvæmlega hvernig það var. Þið hljótið nú bara að fagna því, hv. stjórnarliðar, að geta sagt þinginu frá því hvernig Ísland hefur staðið sig gagnvart Palestínu frá því að það viðurkenndi sjálfstæði og fullveldi Palestínu og þakka fyrir að fá þetta tækifæri til að sýna fram á ykkar góðu verk.