154. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2023.

tímabundinn stuðningur til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

508. mál
[16:42]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (andsvar):

Forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þessa framsögu og lýsa mig innilega sammála því sem hér er lagt fram. Ég held að við séum einhuga í Flokki fólksins og mætti segja að þessi ríkisstjórn, sé nú þegar komin með allnokkra þjálfun í krísustjórnun og viðbrögðum við vám af ýmsum toga. Það er út af fyrir sig þakkarvert og jákvætt. Þegar þessar krísur sem höfum upplifað nokkur ár í röð eru fyrir vind, væri ekki hv. þingmaður sammála mér um að þá færum við nú fyrst fyrir alvöru að taka á þeim krísum sem eru viðvarandi hér og lúta að okkar smæstu bræðrum og systrum sem verst eru haldin í landinu, vegna þess að við sjáum og vitum að á Íslandi er nóg til? Það á enginn að þurfa að líða skort, enginn að vera með tóman ísskáp, en við erum hjartanlega sammála þeirri áætlun sem hér liggur fyrir varðandi Grindavík. Hún er öllum til sóma.