154. löggjafarþing — 39. fundur,  28. nóv. 2023.

Markmið Íslands vegna COP28, munnleg skýrsla umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

[14:58]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Samið hefur verið um fyrirkomulag umræðunnar. Ráðherra hefur tíu mínútur til framsögu og eru rýmri andsvör leyfð við ræðu ráðherra þannig að allir stjórnarandstöðuflokkar komist að. Tími í andsvörum eru tvær mínútur í fyrra sinn og ein mínúta í síðara sinni. Andsvör eru ekki leyfð við ræðum þingmanna eða síðari ræðu ráðherra sem hefur tvær mínútur í lok umræðunnar.