154. löggjafarþing — 39. fundur,  28. nóv. 2023.

landsskipulagsstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028.

535. mál
[17:26]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Mig langaði aðeins að fræðast um málefni miðhálendisins hérna en það er ekki tekin sérstök ákvörðun í rauninni eða afstaða gagnvart friðun miðhálendisins. Eins og var á síðasta kjörtímabili þá átti að stofna miðhálendisþjóðgarð og allt voðalega flott, en það náði ekki fram að ganga og voru alveg stór orð látin falla um að það yrði bara næst. Þá veltir maður fyrir sér hvort ekki hafi verið tilefni til að kveða kannski dálítið skýrt á um það varðandi miðhálendið í þessari stefnu hvað friðun varðar og næstu skref fyrir miðhálendisþjóðgarð.