154. löggjafarþing — 39. fundur,  28. nóv. 2023.

landsskipulagsstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028.

535. mál
[17:45]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka þessa umræðu og ég veit að í nefndinni munu menn fara nánar ofan í þetta. Ég er alveg sannfærður um að það sem við erum að gera með þessari landsskipulagsstefnu, sem er númer tvö í röðinni — efnislega erum við vissulega að setja fram örfá ný viðfangsefni en við erum að skerpa á öðrum miðað við gildandi stefnu. Við erum að skerpa á þessu. Það eru lykilviðfangsefni sem tengjast loftslagsbreytingunum, sem eru þá kannski ný, það er jafnvægi í uppbyggingu húsnæðis en ekki síst þjóðhagslega mikilvægir innviðir, orkuskiptin og fjölbreyttir ferðamátar og slíkt. En ég held að það megi alveg segja að það að setja þjóðhagslega mikilvæga innviði í þetta samhengi, í þessari landsskipulagsstefnu, þá erum við að skerpa á því. Við erum að skapa möguleikann á að taka þessa umræðu, bæði hér í þinginu og við allan almenning í landinu sem og sveitarfélögin. Ég hlakka bara til að halda áfram að geta unnið með nefndinni að þessu verkefni, herra forseti.