154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

framsal íslenskra ríkisborgara.

[15:29]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Væntanlega er lögreglan bundin af evrópsku handtökutilskipuninni í þessu máli, af því að spurt er hvaða lögum er verið að fylgja, og við erum auðvitað aðilar að henni. Ég ítreka að við erum með framsalssamninga við tiltekin ríki þannig að eðli máls samkvæmt er löggæslan á Íslandi bundin af slíkum reglum. Hins vegar tek ég undir með hv. þingmanni að það er mjög mikilvægt að hagsmunir barna séu alltaf í fyrirrúmi í slíkum málum og að barnasáttmálanum sé fylgt þegar verið er að takast á við flókin mál. Þannig að ég get ekki sagt annað hér, af því að ég þekki ekki gjörla efnisatriði málsins, en að ég muni grennslast fyrir um þau í kjölfar fyrirspurnar hv. þingmanns.