154. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2023.

tóbaksvarnir.

226. mál
[16:07]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er alltaf ánægjulegt þegar við erum að reyna að stemma stigu við einhverju eiturbrasi eins og reykingum og öðru slíku og hugsa um lýðheilsuna. En ég ætla að taka undir með henni Hildi Sverrisdóttur, hv. þingmanni, sem var að senda hamstursskilaboð til saumaklúbbsins. Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum 20 árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig svona af og til og þá finnst mér nú rosalega gott að fá mér eina Salem light, sem heitir núna Winston light reyndar því að það mátti ekki lengur heita Salem. Þessi forræðishyggja er því farin að ganga aðeins of langt, finnst mér, ég verð nú að viðurkenna það. (BLG: Heyr, heyr.) Þannig að ég myndi segja að við ættum að fara að taka hérna á veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalapeño eða hvað eina sem það allt heitir. En ég meina: Látið Salem í friði. Ég vil fá að reykja mentól á 20 ára fresti þegar ég dett í það. [Hlátur í þingsal.]