154. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2023.

tóbaksvarnir.

226. mál
[16:16]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla bara að taka undir með þeim hv. þingmönnum sem hingað hafa komið upp. Það stendur til að banna mentólbragðið m.a. í forvarnaskyni. En ég kem hingað upp sem talsmaður ungu kynslóðarinnar og við aðhyllumst bara ekki mentólsígarettur, virðulegi forseti. Þetta er bara fullmikil forræðishyggja fyrir mig og minn smekk hér og ég greiði atkvæði gegn þessu.