154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:17]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Stefán Vagn Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvarið. Já, það er engin launung á því að hv. þingmaður hefur meiri þingreynslu en ég og hefur setið lengur í fjárlaganefnd og ég efast ekki um að hann sé ýmsum hnútum kunnugri en við sem erum tiltölulega nýrri á því sviði. Varðandi framkvæmdahlé eða framkvæmdastopp þá er ekkert slíkt í gildi hjá nýja Landspítalanum. Það er alls ekki verið að fara í þá átt. (BLG: Síðast líka.) Já, 25 milljarða kr. fjárveiting til verkefnisins er ekki framkvæmdastopp eða framkvæmdahlé. Það er stærsta einstaka framkvæmd sem við erum með í gangi núna á Íslandi.

Grunnrannsóknirnar. Já, ég tek undir það. Það er verið að lækka framlagið hér. Þetta var náttúrlega aukning út af Covid. Nú erum við að taka það til baka. (Forseti hringir.) Ef við viljum auka í þessar heimildir (Forseti hringir.) þá þurfum við bara að taka þá umræðu í tengslum við fjármálaáætlun.

(Forseti (ÁsF): Ég minni ræðumenn á ræðutímann.)