154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[22:04]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Hver á að berjast gegn verðbólgunni? Fremst í þeirri röð eru auðvitað ríkisstjórn hvers tíma. (EÁ: Hún er hlutlaus.) En hún er hlutlaus, og það er svona vingjarnlegt mat að kalla frumvarpið eins og það liggur fyrir hlutlaust. En við verðum líka að hafa í huga varðandi fjölgun einstaklinga hér á landi sem koma hingað til að vinna, styðja við þá geira sem eru í mestum vexti; ferðaþjónustuna, byggingargeirann þangað til hann var snöggkældur, að þetta eru einstaklingar sem eru að koma hingað að langmestu leyti til að vinna, skapa verðmæti, borga sína skatta, eru gegnumgangandi til að gera hóflegir hvað þjónustuþörf varðar gagnvart sveitarfélögum. Ég held því að fremst í röðinni sé að, afsakið slettuna, „segmentera“, hólfa þetta niður, þessa hópa sem hingað koma. Varðandi þá sem hingað koma til að sinna störfum (Forseti hringir.) í ferðaþjónustu og byggingariðnaði, svo dæmi séu tekin, (Forseti hringir.) þá held ég að stærsti vandinn sem af því hlýst sé auðvitað til kominn vegna þess að hér er ástand í húsnæðismálum. (Forseti hringir.) Það er ekki til komið vegna þeirra heldur er það eitthvað (Forseti hringir.) sem til að mynda þeir sem koma hingað til að sinna byggingarstarfsemi eru að leysa.