154. löggjafarþing — 45. fundur,  7. des. 2023.

skráning skammmtímaleigu húsnæðis í atvinnuskyni.

[10:39]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil taka fram að reglugerðin frá 2018, sem hæstv. fjármálaráðherra og þáverandi hæstv. ferðamálaráðherra setti, var breyting á fyrri reglugerð frá 2016. Það var rammi en það var þessi reglugerð sem hæstv. ráðherra setti, nr. 649/2018, sem breytti því að það þyrfti að skrá þessar íbúðir yfir höfuð sem atvinnuhúsnæði. Og nú erum við í þeirri stöðu, hæstv. forseti, að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði. Og ekki nóg með að það sé staðan heldur, talandi um bolmagn sveitarfélaga, hafði þessi reglugerðarbreyting ráðherra þau áhrif á þessa gistingu að hún borgar einn tíunda af þeim fasteignagjöldum sem hún annars hefði gert (Forseti hringir.) fyrir reglugerðarbreytinguna sem hæstv. ráðherra gerði á sínum tíma.