154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[15:58]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S):

Herra forseti. Með þessari tillögu og öðrum sem Samfylkingin er að leggja fram í þessu breytingarskjali sjáum við glitta í borgarísjaka Samfylkingarinnar í skattamálum, sem gengur undir ýmsum heitum eins og sérstakar tekjuráðstafanir, endurheimt tekjustofna eða hvaðeina, borgarísjaki því að það er ekki allt sem sýnist. Það er eingöngu verið að boða kannski einn tíunda af því sem verða vill þegar Samfylkingin fær að ráða í skattamálum. Hér er verið að leggja til hækkun á atvinnuvegi sem er landsbyggðarskattur. Hér er verið að leggja til hækkun á sparifé almennings og hér er verið að leggja til hækkun á skatti sem mun auka vaxtakostnað almennings. Ég segi nei.