154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:26]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Ég styð þessa breytingartillögu og þingflokkur Viðreisnar styður þessa breytingartillögu. Við höfum séð mjög skýr merki þess í fjárlaganefnd hversu kostnaðarsöm stytting vinnuvikunnar hefur verið fyrir lögregluna. En þess utan er sérstakt hjá ríkisstjórn sem er jafn mikil eyðslukló og þessi er, hvað henni tekst að vanrækja grunnskyldur sínar í löggæslu, í heilbrigðismálum og í samgöngum. Við sáum það síðast núna fyrir nokkrum dögum að ríkisstjórnin hefur vanrækt fangelsismál svo alvarlega að Fangelsismálastofnun er í þeirri stöðu að geta ekki boðað menn til afplánunar, jafnvel í þeim tilvikum þegar menn hafa fengið dóm fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot.