154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Við erum búnir að greiða atkvæði um nokkrar svona breytingar. Þetta er í rauninni lækkun á ráðstöfunarfé ráðherra um 30%. Mig langaði bara að taka það sérstaklega fram. Hérna er verið að lækka um 1 milljón, heila milljón, rosalega mikið, en þetta er ráðstöfunarfé ráðherra. Mig langar bara að hrósa ríkisstjórninni sérstaklega fyrir þetta framtak og okkur langaði einmitt sérstaklega að tína þessar atkvæðagreiðslur út og greiða atkvæði með þessari lækkun á skúffufé ráðherra.