154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:39]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Það er þá a.m.k. gott að sjá að það ríkja ekki sömu fordómar gagnvart okkur blindingjunum því að hér erum við að koma með aukið fjármagn til Sjónstöðvarinnar til að taka utan um blint og sjónskert fólk og sérstaklega börn, þar sem á að veita auknum fjármunum til að kaupa hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þannig að áfram veginn, ég segi ekki annað. Við skulum bara taka svona utan um alla, ekki bara vini mína.