154. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2023.

póstþjónusta.

181. mál
[14:17]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta mál heitir hér innan sviga Úrbætur á póstmarkaði. Úrbætur á póstmarkaði eru engar í þessu máli. Kjarnaatriði málsins hefur verið tekið út og það sem út af stendur er eitthvert smælki. En aðalatriðið er að þær úrbætur sem hér hefðu getað átt sér stað um aukið frelsi á markaði í þágu samkeppnissjónarmiða og í þágu neytenda er ekki hér að finna þrátt fyrir að í því efni hafi verið töluverður þungi af hálfu umsagnaraðila um póstmarkaðinn og við þekkjum þá umræðu alla. En ég gat ekki stillt mig um að koma hér upp og nefna það að þetta mál heitir Úrbætur á póstmarkaði, en úrbæturnar eru engar.