154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[16:56]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er kannski tvennt sem kallar hæst á mann þegar maður er að skoða fjáraukann fyrir þetta ár. Það er annars vegar það að ríkisstjórnin er að kasta inn handklæðinu í baráttunni gegn verðbólgu, framlag hennar er ekkert þar. Á sama tíma leyfir hún sér að koma þannig fram við heimilin að sýna þeim engan stuðning í verki. Þau eru skilin ein eftir með afleiðingar þessarar efnahagsstefnu.

Mig langar líka að tala aðeins um stóru myndina af efnahagsstefnunni því að við sjáum hér í þessu frumvarpi að það er verið að auka útgjöld um rúmlega 6%, langt umfram það að við séum að tala um einhver óvænt eða ófyrirséð útgjöld eingöngu. Við sjáum að það er verið að auka útgjöldin þetta mikið. Við sjáum að við erum að borga meira en 100 milljarða í vexti og ríkissjóður ætlar að halda áfram á sömu braut á næsta ári. Þar er verið að tala um vaxtakostnað upp á 117 milljónir. Þau eru áfram að boða miklar lántökur á nýju ári. Við hljótum öll að sjá að svona getur þetta ekki gengið lengur.