154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[16:59]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Flokkur fólksins kemur með þrjár breytingartillögur í fjárauka. Þær snúa allar að því að hjálpa fólkinu okkar sem stendur hér höllustum fæti. Í fyrsta lagi er það tillagan okkar til aðstoðar við sjúkrahúsið Vog og SÁÁ og fárveika fíkla, einstaklinga með fíknisjúkdóma sem eru að deyja á biðlistum. Þetta er í rauninni lífsbjargarúrræði. Þetta úrræði snýst um að bjarga mannslífum. Við erum hér að koma með tillögu líka til aðstoðar við hjálparsamtök sem eru að gefa fólki mat fyrir jólin og við erum líka að koma með jólabónus til handa eldra fólki sem býr við lökustu kjörin.

Virðulegi forseti. Kostnaðurinn við þessar breytingartillögur Flokks fólksins nær tæplega því að vera tveggja daga vaxtagjaldakostnaður ríkissjóðs af erlendum lántökum, hvorki meira né minna, þannig að við skulum sjá hvernig þetta fer.